Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Þrjú innanlandssmit greindust í gær

08.08.2020 - 11:11
Mynd með færslu
 Mynd: skjáskot - RÚV
Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Tvö virk smit greindust við landamærin og beðið er eftir mótefnamælingu tveggja jákvæðra sýna. Einstaklingum í sóttkví fjölgaði um 32 milli daga - í gær voru þeir 914 en í dag 946. Flestir þeirra sem eru í sóttkví eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Einn er á gjörgæslu vegna kórónuveirusýkingar.

581 sýni var tekið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans en 2430 við landamærin. 

Í gær greindust sautján smit innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að vel kæmi til greina að herða sóttvarnarreglur eftir helgi ef nauðsyn krefði. Hann sagði að þróunin um helgina myndi leiða í ljós hver næstu skref yrðu.