Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Líbanon: Sprengingin leiðir til meiri útbreiðslu

08.08.2020 - 18:50
epa08592248 An anti-government protester carries a Lebanese flag during a protest outside of the Lebanese Parliament in Beirut, Lebanon, 08 August 2020. People gathered for the so-called 'the Saturday of the hanging ropes' to protest against the political leaders and calling on those responsible over the explosion to be held accountable. Lebanese Health Ministry on 07 August said at least 154 people were killed, and more than 5,000 injured in the Beirut blast that devastated the port area on 04 August and believed to have been caused by an estimated 2,750 tons of ammonium nitrate stored in a warehouse.  EPA-EFE/WAEL HAMZEH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hamfaraástandið af völdum sprengingarinnar í Beirút er líklegt til að auka útbreiðslu COVID-19, en það mun ekki endilega koma fram í opinberum tölum, segir Magna Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Rauða krossinum. Hún segir að heilbrigðiskerfið hafi verið komið að þolmörkum fyrir sprenginguna.

Magna hefur starfað fyrir Rauða krossinn víða um heim við að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma. Hún segir að fyrir sprenginguna hafi heilbrigðiskerfið í Lóbanon átt erfitt með að ráða við faraldurinn. „Það er komið að þolmörkum. Það eru engin rúm, engin gjörgæslurými og það stefndi í þetta. Það var svo mikið áhyggjuefni hvað myndi gerast næst.“

Magna segir sprenginguna gera það ástand enn verra. „Ég get ekki ímyndað mér aðstæðurnar á sjúkrahúsunum. Mörg þeirra eyðilögðust og önnur eru ekki með fulla starfsgetu þar sem þau eru á einhvern hátt eyðilögð. Hjúkrunarvörur eru af skornum skammti, og einnig lyf. Stífkrampasprautur kláruðust ansi hratt á spítölunum.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Magna Björk Ólafsdóttir.

Fórnarlömbin auki því mjög álag á sjúkrahús sem voru komin að þolmörkum fyrir. Þá bendir Magna á að í svona ástandi séu sóttvarnir vegna COVID ekki efstar í huga fólks, hvort sem er hjá sjúkrahúsum, slösuðu fólki eða mótmælendum.

„Það eru yfir 300.000 manns heimilislaus, gistandi hjá vinum, ættingum og nágrönnum, jafnvel úti á götu. Allt þetta vegur inn í hættuna á aukinni útbreiðslu.

Við sjáum fram á aukningu. Hvort við sjáum hana í gögnum - ég veit ekki hvort stjórnvöld geti haldið til haga upplýsingum, haldið áfram að skima og annað slíkt. Ég efast um að getan sé til staðar.“

 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV