Hitabylgja í Evrópu um helgina

08.08.2020 - 07:28
Erlent · Belgía · Frakkland · hitabylgja · Ítalía · Spánn · Þýskaland · Evrópa · Veður
epa08587055 Residents and tourists who occupy about thirty houses in the lower part of the Val Ferret (Courmayeur) began evacuating this morning due to the alert for the collapse of a part of the Planpincieux glacier (about 500,000 cubic meters), Courmayeur (Aosta), Aosta Valley region, northwestern Italy, 06 August 2020.  EPA-EFE/THIERRY PRONESTI -- ATTENTION EDITORS: VEHICLE'S PLATE OBSCURED AT SOURCE
Mikil hlkýindi í sunnanverðum Ölpunum veldur hættu á jökulskriði í hinum ítalska Ferret-dal, og því hefur smáþorp í dalbotninum verið rýmt og öll umferð þangað bönnuð. Mynd: EPA-EFE - ANSA
Hitabylgja gengur yfir vesturhluta evrópska meginlandsins um helgina. Að líkindum verður heitast á Spáni, þar sem hiti mun jafnvel fara yfir 40 gráður á stöku stað. Yfirvöld í Frakklandi hafa gefið út viðvörun vegna hitabylgjunnar og hvetja eldra fólk og aðra viðkvæma hópa til að halda sig inni og kveikja á loftkælingunni. Þýsk og Belgísk yfirvöld vara líka við yfirvofandi hitabylgju á stórum svæðum.

Í ítölsku Ölpunum, nánar til tekið í smáþorpi innarlega í Ferret-dalnum, eða Val Ferret, undir suðurhlíðum Mont Blanc, hefur hátt í eitt hundrað íbúum og ferðamönnum verið gert að forða sér af ótta við að skriðjökulssporður brotni frá meginjöklinum og steypist ofan í dalinn vegna hitanna að undanförnu.

The Planpincieux glacier located in the Alps on the Grande Jorasses peak of the Mont Blanc massif, is seen from Val Ferret, a popular hiking area on the south side of the Mont Blanc, near Courmayeur, northern Italy, Thursday, Aug. 6, 2020. According to reports some 70 people were evacuated Thursday in the valley below the glacier and roads closed after the threat of collapse the the fast-moving melting glacier is posing to the picturesque valley near the Alpine town of Courmayeur. (Stefano Bertolino/LaPresse via AP)
 Mynd: AP
Planpincieux-jökullinn ofan við Val Ferret, eða Ferret-dal.

 

Miklar leysingar hafa verið í jöklum Mont Blanc og nærliggjandi fjalla síðustu daga og aðstæður ofan við Val Ferret með þeim hætti að mikil hætta er talin á að leysingavatnið sem rennur undir og undan jöklinum virki líkt og rennibraut þegar sporðstykkið, sem vegur að líkindum um hálfa milljón tonna, gefur sig. Er talið að það geti gerst þá og þegar, og hefur öllum vegum inn í dalbotninn verið lokað. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi