Herða heimsóknarreglur á Droplaugarstöðum

08.08.2020 - 16:10
Mynd með færslu
 Mynd: Reykjavíkurborg
Heimsóknarreglur verða hertar á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum frá og með mánudeginum. Reglurnar sem nú gilda miða við eina heimsókn á dag. Í tilkynningu frá Droplaugarstöðum segir að samkvæmt hertari reglum verði heimsóknir takmarkaðir við einn náinn aðstandanda. Sá þarf sjálfur að vera í nokkurs konar sóttkví utan þess að koma í heimsókn á Droplaugarstaði.

Í tilkynningu frá Droplaugarstöðum segir að fjölskyldur þurfi að koma sér saman um hver þessi nánasti aðstandandi sé. Honum er ekki heimilt að nota almenningssamgöngur og hann má ekki sækja vinnu eða skóla utan heimilis. 

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi