Fréttir 19:00: Þrjú innanlandssmit í gær

08.08.2020 - 18:50
Þrír greindust með innanlandssmit í gær og eru því alls 112 smitaðir. Ekki er búið að ná utan um hópsmitið sem byrjaði í Vestmannaeyjum um helgina. Tuttugu hópar tengjast því smiti.

Nýjustu tölur benda til þess að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins fari ekki jafn hratt upp og sú fyrsta, að mati prófessors í líftölfræði. Hann segir að fyrsta spálíkanið um þróun faraldursins verði birt næsta föstudag.

Ferðamálaráðherra segir horfur ekki bjartar og á jafnvel von á að mörg ferðaþjónustufyrirtæki loki í vetur. Gistinætur eru tíu prósent af því sem var í fyrra og aðeins þrettán þúsund Íslendingar fóru til útlanda í júlí. 

COVID-tilfellum mun fjölga mikið í Beirút í kjölfar sprengingarinnar, þótt opinberar tölur sýni það ekki, að mati hjúkrunarfræðings hjá Rauða krossinum. Forsætisráðherra Líbanons vill flýta kosningum vegna mikilla mótmæla.

Biskup bað í dag hinsegin samfélagið afsökunar á útskúfun í gegnum tíðina. Formaður samtakana '78 segir það nauðsynlegt uppgjör. Hinsegin dagar voru óvenjulegir í ár, fólk fór í eigin hinsegin göngur.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi