Smit í Eyjum eftir verslunarmannahelgi – 48 í sóttkví

07.08.2020 - 10:46
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Alls hafa nú 48 íbúar í Vestmannaeyjum verið sendir í sóttkví eftir að fólk sem var þar gestkomandi um síðustu helgi greindist smitað af COVID-19. Smitrakningarteymi almannavarna rekur nú ferðir þeirra smituðu og búist er við að fólki í sóttkví fjölgi eftir því sem líður á daginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Þá segir í tilkynningunni að enginn sé í einangrun í Vestmannaeyjum. Aðgerðastjórn ítrekar mikilvægi þess að bæjarbúar gæti að smitvörnum og fari að fyrirmælum um sóttvarnir. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi