Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Daði tekur Jaja Ding Dong: „Í fyrsta og síðasta skipti“

Mynd með færslu
 Mynd: Myndband - .

Daði tekur Jaja Ding Dong: „Í fyrsta og síðasta skipti“

07.08.2020 - 14:59

Höfundar

Daði Freyr, sem keppa átti fyrir Íslands hönd í Eurovision áður en henni var aflýst, hefur nú gert sína eigin útgáfu af laginu Jaja Ding Dong, úr Eurovision-grínmynd Wills Ferrels sem frumsýnd var í sumar á Netflix.

„Ég heiti Daði Freyr og þetta er í fyrsta og síðasta skipti sem ég tek þetta lag,“ segir Daði í byrjun myndbandsins sem virðist tekið á kyrrlátu íslensku sumarkvöldi. Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var frumsýnd á Netflix í lok júní og var fyrir sumum eins konar sárabót fyrir það að Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva var aflýst vegna COVID-19. Hún fékk nokkuð slaka dóma en hefur notið nokkurra vinsælda meðal almennings á Íslandi ef marka má samfélagsmiðla. Áskorunum hefur rignt yfir Daða á öllum samfélagsmiðlum um að gera sína eigin ábreiðu af Jaja Ding Dong og hann hefur nú loks svarað því kalli.

Tengdar fréttir

Ferðaþjónusta

Vonar að Eurovision-safn á Húsavík verði að veruleika

Kvikmyndir

Íslenskum Eurovision-aðdáendum líkar mynd Ferrells

Popptónlist

Daði Freyr á topp 40 í Bretlandi

Tónlist

Eurovision aflýst vegna COVID-19