Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Alelda bíll á Akureyri

07.08.2020 - 16:16
Mynd með færslu
 Mynd: Úlla Árdal - RÚV
Það kviknaði í bifreið á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Bíllinn var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang skömmu eftir útkall og hafði eldurinn þá læst sig í nærliggjandi bíl.

Samkvæmt varðstjóra á vakt urðu engin slys á fólki. Ekki er vitað hvernig eldurinn kom upp en báðir bílarnir eru ónýtir. Slökkvistarf gekk hratt og örugglega fyrir sig. Mikinn reyk lagði frá bílunum og um tíma var talið að hann myndi fara inn í nærliggjandi íbúðir en við fyrstu skoðun virðist það hafa sloppið. 

Úlla Árdal
Fréttastofa RÚV