17 ný smit innanlands

07.08.2020 - 11:07
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
17 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og þrjú virk smit greindust úr landamæraskimun. 119 bættust í fjölda þeirra sem eru í sóttkví. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá almannavörnum liggur enginn á spítala vegna COVID-19. Enn er óljóst hversu margir þeirra smituðu voru í sóttkví.

Sýkla- og veirufræðideildin tók 759 sýni innanlands í gær og Íslensk erfðagreining 318. Þá voru 1924 sýni tekin á landamærunum.

 
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi