Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Heilbrigðisráðherra skerpir á samkomutakmörkunum

Mynd með færslu
 Mynd:
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, að tillögu sóttvarnalæknis, að gera breytingar á auglýsingu þeirri sem tók gildi 31. júlí. Breytingarnar lúta í fyrsta lagi að því að skýra betur hve margir viðskiptavinir verði inni í matvöruverslunum hverju sinni.

Í öðru lagi verður kveðið skýrt á um að nota skuli andlitsgrímu í almenningssamgöngum vari ferð lengur en 30 mínútur. 

Þá er gert skýrt á ný hversu margir gestir séu leyfilegir á sund- og baðstöðum, en um sömu reglu er að ræða og gilti fyrr í sumar. Þá voru leyfðir að hámarki helmingur leyfilegra baðgesta óháð þeim samkomutakmörkunum sem eru í gildi. 

Þá er í sagt í auglýsingunni að sóttvarnalæknir gefi út nánari leiðbeiningar um sund- og baðstaði vegna COVID-19 og fyrir líkamsræktarstöðvar.

Loks er sú breyting gerð að ekki verði heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir tilteknum skemmtunum sem ætla megi að dragi að sér hóp fólks eftir ellefu á kvöldi svo sem tónleikum, dansleikjum og brennum.

Gildistíminn er sem fyrr til 13. ágúst. 

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV