Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Harmleikurinn í Beirút

06.08.2020 - 09:42
Mynd: EPA-EFE / EPA
Að minnsta kosti 135 létu lífið, á fimmta þúsund manns slasaðist og um 300 þúsund misstu heimili sín í sprengingunum í Beirút á þriðjudag. Bogi Ágústsson fjallaði um ástandið í Líbanon í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1.

 

Bogi ræddi við Héðin Halldórsson sem bjó í Beirút þegar hann starfaði fyrir UNICEF. Héðinn segir líbönsku þjóðina alls ekki mega við frekari áföllum í miðjum COVID-faraldri, pólitískum óróleika og efnahagsörðugleikum. Hann segir mikinn óróa vera í landinu og það hafi í raun verið á barmi algers efnahagshruns.

Bogi og Héðinn ræddu meðal annars sögu landsins sem byggt er mörgum trúarhópum. Stjórnskipan Líbanons byggir á skiptingu valda milli þessara hópa, þannig er forsetinn ætíð úr hópi kristinna og forsætisráðherrann múslimi. Þessi skipan hefur leitt til spillingar og stöðnunar. Mikil mótmælaalda hófst í landinu í október á síðasta ári og almenningur er greinilega langþreyttur á ástandinu, mikilli verðbólgu, atvinnuleysi, lélegum innviðum og rótgróinni spillingu.

 

Mynd með færslu
 Mynd: Björn Þór Sigbjörnsson - RÚV
Bogi Ágústsson og Héðinn Halldórsson á Morgunvaktinni á Rás 1.
bjornthor's picture
Björn Þór Sigbjörnsson
dagskrárgerðarmaður