Níu ný smit greindust innanlands í gær, öll á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, en þar voru skimaðir 436. Enn er óvíst hversu margir þeirra smituðu voru í sóttkví.
Nú eru því 89 staðfest virk smit hér á landi. Fjórtán bættust við í sóttkví og samkvæmt nýjustu tölum eru nú 746 í sóttkví. Ellefu hundruð þrjátíu og einn var skimaður á landamærunum og Íslensk erfðagreining skimaði 179 innanlands.
Einn greindist jákvæður á landamærum en sá hafði mótefni.