Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Máttu alls ekki við þessu áfalli

05.08.2020 - 13:06
Mynd: Ljósmynd / Ljósmynd
Héðinn Halldórsson, fyrrverandi fréttamaður, bjó um árabil í Beirút og segir líbönsku þjóðina alls ekki mega við áfallinu af sprengingunum. Héðinn segir mikinn óróa vera í landinu og það hafi í raun verið á barmi algers efnahagshruns.

Fjöldi undir fátæktarmörkum

Héðinn vann fyrir UNICEF er hann bjó í Beirut og segir að 60-70% landsmanna lifi undir fátæktarmörkum. Landið hafi alls ekki mátt við frekari áföllum í miðjum COVID faraldri, pólitískum óróleika og efnahagsörðugleikum.

Höfnin lífæð Líbanons

Héðinn segir að höfnin í Beirút sé lífæð Libanons. Landið sé lítið land og landamærin við Ísrael og Sýrland séu lokuð. Líbanir verði því að reiða sig á höfnina í Beirút.