Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Íslensk erfðagreining skimar fólk í sóttkví

05.08.2020 - 13:26
06. júlí 2020
 Mynd: RÚV - RÚV fréttir
Skimun fólks í sóttkví hófst í bílakjallara við hús Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni í morgun. 600 voru kallaðir í sýnatöku, þar af er áformað að skima 400 í dag.

Einhverjir úr hópnum hafa þegar verið skimaðir á heilsugæslu svo reikna má með afföllum. Þá hefur hópur fólks verið boðaður sem er ekki í sóttkví en hefur einhver tengsl við smitaða einstaklinga eða staði þar sem þeir hafa verið.
20 starfsmenn sjá um skimunina. Vonast er til að hægt verði að ljúka verkinu á morgun.
Ekki er hægt að skrá sig í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem þessa dagana er einungis skimað eftir listum frá rakningateymi Almannavarna. Þá er mikilvægt að hafa í huga að fólk þarf að vera áfram í sóttkví þótt prófið reynist neikvætt.