Aðeins 879 vegabréf gefin út í júní

05.08.2020 - 00:06
Mynd með færslu
 Mynd:
Í júní 2020 voru 879 íslensk vegabréf gefin út en 3.231 vegabréf var gefið út í júní í fyrra. Því fækkaði útgefnum vegabréfum um 73 prósent milli ára. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands. Júní er háannatími vegabréfaútgáfu og fyrri ár hafa raðir stundum myndast hjá Sýslumanninum í Kópavogi á þessum árstíma.

Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hefur hægst heilmikið á útgáfu vegabréfa. Í apríl á þessu ári var útgáfa vegabréfa í algjöru lágmarki, en í þeim mánuði voru aðeins 129 vegabréf gefin út.

Mun færri Íslendingar hafa ferðast til útlanda í sumar vegna faraldursins. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu voru brottfarir Íslendinga um Leifsstöð 5.310 í júní á þessu ári en í fyrra voru þær 64.790 í sama mánuði. 

 

 
Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi