Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Upptöku af handtöku Floyds lekið á Netið

epa08484038 People march over the Brooklyn Bridge during a Black Lives Matter protest against police brutality as part of the larger public response to the recent death of George Floyd, an African-American man who died while in the custody of the Minneapolis police, in New York, New York, USA, 13 June 2020. There have been wide spread protests following Floyd?s death, which was captured in a cell phone video where a police officer, who has now been charged with murder, is kneeling on Floyd's neck while he is saying 'I can't breathe'.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Upptökur úr búkmyndavélum tveggja þeirra lögreglumanna sem handtóku George Floyd í maí síðastliðnum varpa nýju ljósi á atburðarásina sem varð kveikjan að gríðarlegum mótmælum, nánast um allan heim.

Breska blaðið The Daily Mail segir upptökunni hafa verið lekið til sín og birtir hana á vefsíðu sinni.

Það sýnir einn lögreglumannanna beina byssu að Floyd þar sem hann situr í bifreið sinni og virðist skelfingu lostinn. Hann biður lögreglumennina um að hleypa ekki af.

Á upptökunum má einnig sjá hve harkalega lögreglumennirnir tóku á Floyd og létu beiðnir hans um vægð um eyru þjóta. Þær leiða einnig í ljós að hann gerði enga tilraun til að flýja lögreglumennina.

Eftirrit af því sem sjá má á myndskeiðunum, sem eru samtals um 28 mínútur, voru birt um miðjan júlí en dómari í Minneapolis úrskurðaði að ekki mætti horfa á þau utan dómhússins.

Nú hefur þeim verið lekið á Netið. Vert er að vara við því sem sjá má í frétt Daily Mail.

Lögreglumaðurinn Derek Chauvin sem hélt Floyd niðri með því að þrýsta hné sínu að hálsi hans hefur verið ákærður fyrir morð. Hinir þrír sem komu að mega búast við ákæru fyrir að hvetja til og aðstoða við að fremja glæpaverk.