Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Sýndu tveggja metra regluna

Fundur almannavarna 4.8.2020 
Þórólfur og Víðir
 Mynd: Almannavarnir - Ljósmynd
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra sýndu gestum upplýsingafundar Almannavarna í dag hvernig mæla má tvo metra á milli fólks. Á fundinum fór Alma D. Möller landlæknir yfir smitleiðir og aðgerðir til að forðast smit.

 

„Ekki snerta andlitið, þvo hendurnar, nota spritt, halda tveggja metra nándarfjarlægð og sótthreinsa sameiginlega snertifleti,“ sagði Alma.

Hún sagði að það væri aðallega ungt fólk sem væri að smitast og nauðsynlegt væri að ná betur til þeirra. Jafnframt þurfi að skerpa betur á áherslum til að ná fólki sem ekki tali íslensku.

„Það er óvissa hvaða stefnu faraldurinn mun taka,“ sagði Alma. Hún sagði síðan að þvo ætti hendur sínar í 20 mínútur, en Víðir leiðrétti það; réttara væri að tala um 20 sekúndur í þessu samhengi.