Músíktilraunum aflýst

Mynd með færslu
 Mynd: Árni Guðmundsson - Konfekt

Músíktilraunum aflýst

04.08.2020 - 17:34

Höfundar

Músíktilraunir 2020 munu falla niður vegna COVID-19. Keppnin fer vanalega fram að vori til en í ár var henni frestað til hausts. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af tónlistarhátíðinni í ár.

„Eftir mikla umhugsun hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að Músíktilraunir 2020 falla niður vegna COVID-19.  Allt frá upphafi Músíktilraunanna 1982 hafa þær einungis fallið einu sinni niður en það var árið 1984 vegna verkfalls kennara sem í ljósi núverandi aðstæðna virkar frekar litilfjörlegt,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að vonir standi til þess að mögulegt verði að halda hátíðina næsta vor. 

Músíktilraunir hafa farið fram á hverju ári, að árinu 1984 undanskildu, í tæp fjörutíu ár. Margar af fremstu hljómsveitum landsins hafa stigið sín allra fyrstu skref í keppninni. Þar má til dæmis nefna Maus, Mammút, Agent Fresco og Mínus. 

Útlit var fyrir góða þátttöku í Músíktilraunum 2020 en keppninni bárust fimmtíu umsóknir.

Tengdar fréttir

Íþróttir

Reykjavíkurmaraþoninu aflýst

Menningarefni

Stjórn Hinsegin daga segir stöðuna vonbrigði

Vesturbyggð

Súlur Vertical, Króksmóti og Skjaldborg aflýst

Akureyri

Bæjarhátíðum víða aflýst