Franskar í öll mál þegar hann túrar um heiminn

Mynd með færslu
 Mynd: JVDphotography - Jón Már

Franskar í öll mál þegar hann túrar um heiminn

04.08.2020 - 14:02
Jón Már Ásbjörnsson er 29 ára Akureyringur sem flutti til Reykjavíkur með stóra drauma. Í dag starfar hann sem útvarpsmaður á X-inu og er söngvari í hljómsveitinni Une Misere. Gunnar Ingi Jones spjallaði við Jón í hlaðvarpinu Þungarokk og þungar lyftur, um hvernig maður á að halda sér í formi þegar maður er að túra, vegan mataræði, stöðuna á þungarokki á Íslandi og andlegt jafnvægi.

Í hlaðvarpsþættinum Þungarokk og þungar lyftur fræðumst við um samspil heilsu og tónlistar og hvort það sé einhver tenging þar á milli. Gunnar Ingi fær til sín góða gesti sem tengjast lyftingum og rokki.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, í öllum helstu hlaðvarpsveitum og á Spotify.