dirb - dirb

Mynd: Hörður Ásbjörnsson / Alda Music

dirb - dirb

04.08.2020 - 16:25

Höfundar

Þann þriðja júlí kom út fyrsta platan með hljómveitinni dirb sem er samnefnd sveitinni. Sumir hlustendur Rásar 2 kannast kannski við dirb vegna Kattarkvæðis þar sem hann er ásamt Kött Grá Pjé, samstarfs hans við GDRN í laginu Segðu mér og Spare Room sem er endurhljóðblöndun af Oyama-lagi.

Ingvi Rafn Björgvinsson er maðurinn sem gerir tónlist undir listamannsnafninu dirb. Hann gaf út sitt fyrsta lag í apríl, það var endurhljóðblöndun af endurhljóðblöndun af laginu Spare Room með Oyama. Ingvi Rafn er þekktastur í neðanjarðarsenunni sem bassaleikari í fjölda hljómsveita þar hæst ber að nefna Oyama sem hefur verið starfandi frá árinu 2012.

Um sína fyrstu plötu segir Ingvi: „Ég gaf mér góðan tíma í að þróa grunnhugmyndir yfir í að verða lög, sótti innblástur út um allt þó sérstaklega nærumhverfi mitt og vandaði mig að hljómurinn væri minn. Í þessum sjö lögum (plús 1 remix) heyra hlustendur mörg mismunandi blæbrigði af mismunandi tónlistarstefnum en ákveðin heild kemur heim og saman sem skapar hljóðheim “dirb”.“

Ingva til aðstoðar á plötunni eru þau Kári Einarsson, sem sá um hljóðblöndun, söngvararnir Guðrún Ýr Eyfjörð, Maria Carmela Raso, Atli Sigþórsson, Júlía Hermannsdóttir, Tómas Jónsson lék á hljóðgervla en Eðvarð Egilsson var upptökustjóri og útsetti söng.

Plata vikunnar að þessu sinni er dirb með dirb og að venju er hægt að gæða sér að henni ásamt kynningum Ingva á lögum plötunnar í spilara hér að ofan.

 

dirb - dirb