Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Áframhaldandi skjálftavirkni

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Björgvin Kolbeinsson
Áframhaldandi skjálftavirkni er á Tjörnesbrotabeltinu og Reykjanesi og mældust nokkrir smáir skjálftar í nótt.

Að sögn náttúruvársérfræðings á vakt á Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn sem mælst hefur undanfarnar klukkustundir tæpa sex kílómetra vestur af Flatey á Skjálfanda.

Sá skjálfti var klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi og mældist hann 2,8 að stærð. Annar skjálfti sem mældist tveir að stærð varð skömmu eftir miðnætti 13,6 km vestnorðvestur af Gjögurtá.

Engin tíðindi hafa borist Veðurstofu um að skjálftanna hafi orðið vart í byggð.

 

Anna Sigríður Einarsdóttir