Útkall vegna vélarvana báts á Skjálfanda

03.08.2020 - 13:56
Mynd með færslu
Mynd úr safni. Mynd: RÚV
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði var kallað út rétt eftir hádegi vegna báts sem er vélarvana vestur af Flatey á Skjálfanda. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu er einn maður um borð í bátnum.

Áætlað er að taka bátinn í tog og sigla með hann í höfn á Dalvík. Í tilkynningunni segir að reikna megi með að björgunarskipið verði komið þangað milli sex og sjö í kvöld. 

Uppfært kl. 14:05:

Björgunarskipið Sigurvin sigldi af stað í átt að bátnum klukkan tuttugu mínútur í eitt. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu er bátverjinn ekki í bráðri hættu. Hins vegar er alltaf ákveðin hætta á ferð þegar bátar verða vélarvana og því var boðunin á fyrsta forgangi. Veðrið á svæðinu er þokkalegt.

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi