Óvenjulítil umferð á frídegi verslunarmanna

03.08.2020 - 17:29
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að liðin helgi hafi verið afskaplega friðsæl og umferð hefur sömuleiðis gengið vel. Oddur segir að umferðin á Hellisheiði hafi verið um þrjátíu prósentum minni en venjulega á frídegi verslunarmanna.

Samkvæmt lögreglunni á Akureyri hefur umferð á svæðinu jafnframt verið greið og engin slys hafa orðið. Einn ökumaður hefur verið kærður fyrir hraðakstur. Veðrið var óspennandi í landshlutanum í gær og í morgun og því lögðu einhverjir af stað suður á bóginn fyrr en þeir höfðu áformað. Ekki er útlit fyrir að umferð þyngist í nágrenni við Akureyri úr þessu. 

Að sögn lögreglunnar á Akureyri var lítið um útköll á tjaldstæði um helgina. Hins vegar hafi verið eitthvað um hávaða í heimahúsum og fyrir utan skemmtistaði eftir lokun. 

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi