Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Nýtt COVID-19 próf sýnir niðurstöðu eftir 90 mínútur

03.08.2020 - 07:57
epa08414048 Britain's Health Secretary Matt Hancock arrives at Downing Street in London, Britain, 11 May 2020. After weeks of measures to stem the spread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease, Boris Johnson set out a plan to reopen Britain on Sunday night. People who can't work from home are now actively encouraged to return to workplaces, but use of public transport is being discouraged. More outdoor activity is allowed, as is meeting one person from another household under limited circumstances.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA - RÚV
Bresk heilbrigðisyfirvöld kynntu í morgun nýtt COVID-19 próf sem sýnir niðurstöðu eftir 90 mínútur. Prófið verður notað á hjúkrunarheimilum og rannsóknarstofum frá og með næstu viku sem og á sjúkrahúsum. Það getur greint á milli hvort viðkomandi sé með árstíðabundna flensu eða kórónuveiruna.

Þetta kemur fram á vef BBC.

Á vef heilbrigðisráðuneytisins er haft eftir Matt Hancock að prófið komi að góðum notum í vetur. „Nú geta milljónir prófa sýnt niðurstöðu nánast strax og hjálpað okkur að rjúfa smitkeðjuna.   Sjúklingar geta bæði verndað sjálfa sig og aðra og þetta á eftir að koma að góðum notum í vetur.“

BBC segir að þrjú af hverjum fjórum sýnatökuprófum á Bretlandi sýna niðurstöðu innan sólarhrings en fjórðungur eftir tvo daga.  BBC segir engar upplýsingar liggja fyrir um hversu nákvæmt nýja prófið er.

Um fimm þúsund vélum verður komið fyrir á breskum sjúkrahúsum á næstu mánuðum sem eiga að geta greint 5,8 milljónir sýna. Ekki er nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsmaður sé viðstaddur sýnatökuna og hægt verður að koma upp sýnatökubásum með litlum fyrirvara. 

Um 300 þúsund hafa greinst með kórónuveiruna á Bretlandi og meira en 46 þúsund látist. Síðasta sólarhring greindust 744 ný smit og sjö létust. Fram kemur á vef BBC að þessar tölur séu yfirleitt lægri eftir helgar.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV