Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Vinir og aðstandendur Konráðs leita hans í Brussel

02.08.2020 - 16:30
Erlent · Innlent · Belgía · Brussel · Leit
Leitað að Konráð Gíslasyni 1. ágúst 2020.
 Mynd: Facebook
Um það bil tuttugu vinir og aðstandendur Konráðs Hrafnkelssonar leituðu hans í Brussel í gær, að sögn unnustu hans. Fréttastofa greindi frá því í gær að Konráðs væri saknað og að ekki hefði spurst til hans síðan á fimmtudagsmorgun.

Unnusta Konráðs segir að leitin hafi ekki borið neinn árangur og þau séu einskis vísari um ferðir hans. Fjölskyldan hafi óskað eftir formlegri leit við lögregluyfirvöld hér á landi og gert Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins viðvart. Borgaraþjónustan liðsinnir fjölskyldunni og hefur milligöngu um samskipti við yfirvöld í Belgíu. Lögregluyfirvöldum í Belgíu hefur verið gert viðvart en ekki hafið formlega leit eins og stendur.

Konráð er 178 sentimetrar á hæð, með blá augu og ljóst hár.
Talið er að hann hafi farið á hjóli, bláu götuhjóli með brúnum dekkjum.

Fólki er bent á að hafa samband á tölvupóstfangið [email protected], hafi það upplýsingar um ferðir hans. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV