Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Ráðist að fólki á Hringbraut

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon
Maður vopnaður hnífi réðist fyrir stundu að pari sem sat í bifreið sinni kyrrstæð á rauðu ljósi við Hringbraut. Konan greinir frá þessu á síðu vesturbæinga á Facebook.

Konan segir atvikið hafa sannfært sig um hversu mikilvægt sé að læsa hurðum bifreiða meðan fólk er á ferðinni.

Maðurinn sem réðist að parinu var að ganga yfir götuna fyrir framan bílinn þegar hann skyndilega rauk að honum, reif upp hurðina ökumannsmegin og skipaði bílstjóranum að yfirgefa ökutækið.

Ökumanni og farþega var báðum mjög brugðið og segir konan að hún hafi talið hinstu stund mannsins síns upp runna. Árásarmaðurinn hélt á hnífi og beindi honum að hálsi ökumannsins sem tókst að hrekja hann frá sér, loka,  læsa og aka af stað.

Lögregla og víkingasveit voru kölluð til sem tilkynntu parinu skömmu síðar að árásarmaðurinn hefði náðst. „Ég hélt að svona gerðist bara í útlöndum," segir konan í Facebook-færslunni.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV