Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Krám verði lokað svo opna megi skóla

epa08528376 Revellers drink and socialize in the street during the evening in Soho, London, Britain, 04 July 2020 (issued 05 July 2020). Pubs, restaurants, places of worship, hairdressers and other businesses have reopened their doors across the UK on 'Super Saturday' after more than three months of lockdown due to the coronavirus pandemic.  EPA-EFE/VICKIE FLORES
 Mynd: Shutterstock
Hugsanlegt er að öldurhúsum og sambærilegri starfsemi verði gert að loka fljótlega að nýju á Englandi.

BBC greinir frá þessu. Krár og veitingastaðir fengu að opna að nýju 4. júlí síðastliðinn.

Breski landlæknirinn Chris Whitty sagði á dögunum að nú væri komið að þolmörkum í hversu langt væri hægt að ganga í tilslökunum varðandi opnun samfélagsins. Forgangsraða þyrfti í þágu heilbrigðisöryggis í landinu. 

Lokun kráa á Englandi er að mati Grahams Medley smitsjúkdómafræðings meðal fórnarkostnaðar sem greiða þyrfti til að óhætt verði að hefja skólastarf að nýju í haust. Öryggi barna yrði að vera í fyrirrúmi.  

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands fullyrðir að allir skólar hefji göngu sína að nýju að loknum sumarfríum í haust, undantekningalaust.