Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Geimfarar SpaceX steyptust í sjóinn

02.08.2020 - 19:05
Mynd með færslu
 Mynd: NASA
Geimfarar í SpaceX flauginni Dragon steyptust í Mexíkó flóa fyrir stuttu. Þetta er fyrsta lending Nasa á vatni síðan 1975. Dragon geimferja SpaceX lagði af stað frá Alþjóðlegu geimstöðinni í nótt. Þar hafa geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken dvalið síðan 31. maí.

Ætlunin var að lenda í hafinu vestan Flórídaskaga en hitabeltisstormurinn Isaias sem er nú nærri Flórídaskaganum setti strik í reikninginn. 

Starfsmenn NASA höfðu þó allan vara á. Björgunarskip biðu tilbúin vegna hitabeltisstormins beggja vegna Flórída-skaga ef til lendingar á sjó kæmi. Þau draga núna geimfarana í land. 

Þetta var fyrsta mannaða geimferðin á vegum einkafyrirtækis sem skotið er á loft en geimflaugin er í eigu SpaceX, fyrirtækis milljarðamæringsins Elon Musk, og jafnframt fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna í næstum áratug.