Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fjögur í einangrun á Akureyri

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fjögur eru í einangrun á Norðurlandi af þeim 72 sem skráðir eru í einangrun samkvæmt upplýsingum frá landlækni.

Tvö eru í einangrun á Norðurlandi eystra og tvö á Norðurlandi Vestra. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi Eystra staðfesti í kvöldfréttum að tvö þeirra væru á Akureyri.

Annað þeirra væri erlendur ferðamaður en hitt einstaklingur búsettur í bæjarfélaginu. Páley segir mikilvægt að hafa í huga að smit séu úti í samfélaginu og gera þurfi ráð fyrir að fólk sem verður á vegi manns geti verið smitberar.

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra staðfesti jafnframt að tveir væru í einangrun í umdæminu í samtali við fréttastofu.