Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Alvarlegt ástand í Suður Afríku

epa08578621 Women receive bread at a food handout during the Eid al Adha at the 'Hunger Has No Religion' feeding scheme, in Johannesburg, South Africa, 01 August 2020. The local Muslim community spent the time they would have shared with family celebrating Eid al-Adha by feeding hundreds who are facing food insecurity due to the effects of the 5th month of pandemic lockdown. Food insecurity is one of the main issues facing the country since the start of coronavirus pandemic lockdown.  EPA-EFE/KIM LUDBROOK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfir hálf milljón kórónuveirusmita hefur verið skráð í Suður Afríku. Jafnframt álíta sérfræðingar að raunverulegur fjöldi þeirra sem látist hafi þar í landi sé töluvert vanmetinn.

BBC hefur eftir heilbrigðisráðherra landsins að yfir átta þúsund hafi fallið í valinn af völdum veirunnar. Helmingur allra smita í Afríku er skráður í Suður Afríku sem nú er í fimmta sæti yfir þau ríki heimsins sem harðast hafa orðið fyrir barðinu á veirunni.

Strangt útgöngubann var sett í Suður Afríku í apríl og maí en eftir að slakað var á því í júní tók fjöldi smita að vaxa á nýjan leik. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu sem mun vara hið minnsta til 15. ágúst næstkomandi.

Heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir gríðarlegum vanda og þótt sjúkrarýmum hafi verið fjölgað um 28 þúsund í júlí dugir það hvergi til. Sömuleiðis er alvarlegur hörgull á læknum og hjúkrunarfólki í landinu.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varaði við því í síðustu viku að atburðarásin í Suður Afríku væri forsmekkurinn að því sem álfan öll gæti þurft að horfast í augu við á næstu vikum og mánuðum.