Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Yfir 300 stig í Texas-slagnum

epa08578137 Dallas Mavericks forward Maxi Kleber (R) of Germany and Mavericks guard Tim Hardaway Jr. (D) defend a shot by Houston Rockets guard James Harden (C) during the second half of the NBA basketball game between the Houston Rockets and Dallas Mavericks at the ESPN Wide World of Sports Complex in Kissimmee, Florida, USA, 31 July 2020. The NBA season has resumed with 22 teams playing all games at the Walt Disney World sports complex outside Orlando, Florida.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Yfir 300 stig í Texas-slagnum

01.08.2020 - 11:00
Sex leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í Flórída í nótt. Mikið var skorað í framlengdum leik Texas-liðanna Houston Rockets og Dallas Mavericks.

Stórstjarnan James Harden átti frábæran leik fyrir Houston er liðið vann fjögurra stiga sigur, 153-149, eftir framlengdan leik gegn Dallas í nótt. Harden skoraði 49 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir lið sitt. Liðsfélagi hans Russell Westbrook skoraði 31 stig en hjá Dallas var Kristaps Porz­ing­is stigahæstur með 39 stig auk þess að taka 16 fráköst. Liðsfélagi hans hjá Dallas, Luka Doncic, var með þrefalda tvennu í 15. sinn á leiktíðinni er hann skoraði skoraði 28 stig, tók 13 fráköst og gaf tíu stoðsendingar.

Leikur Portland Trail Blazers og Memphis Grizzlies var sömuleiðis framlengdur þar sem fyrrnefnda liðið hafði betur 140-135 eftir mikla spennu. CJ McCollum setti þar 33 stig fyrir Portland en Damian Lillard 29 stig. Stigahæstur Memphis-manna var Jaren Jackson Jr. stigahæstur með 33 stig.

Grikkinn Giannis Antetokounmpo fór að venju fyrir Milwaukee Bucks sem vann 119-112 sigur á Boston Celtics í nótt. Antetokounmpo skoraði 36 stig og tók 15 fráköst í sigri sinna manna.

Úrslit næturinnar

Brooklyn Nets 118-128 Orlando Magic
Portland Trail Blazers 140-135 Memphis Grizzlies
Washington Wizards 112-125 Phoenix Suns
Milwaukee Bucks 119-112 Boston Celtics
San Antonio Spurs 129-120 Sacramento Kings
Dallas Mavericks 149-153 Houston Rockets