Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tilslökunum frestað á Englandi

01.08.2020 - 01:47
epa08525421 A handout photo made available by n10 Downing street shows Britain's Prime Minister Boris Johnson holding a digital Covid-19 press conference in n10 Downing street in London, Britain, 03 July 2020.  EPA-EFE/PIPPA FOWLES HANDOUT This image is for Editorial use purposes only. The Image can not be used for advertising or commercial use. The Image can not be altered in any form. Credit should read Pippa Fowles/n10 Downing street. HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Mynd: EPA-EFE - DOWNING STREET
Fjölgun kórónuveirutilfella á Englandi undanfarið verður til þess að fyrirhuguðum tilslökunum verður slegið á frest í tvær vikur hið minnsta.

BBC greinir frá því að Boris Johnson forsætisráðherra teldi vænlegt að stíga nú á hemlana, halda áfram að glíma við veiruna og endurskoða viðbrögðin.

Hann hvatti jafnframt til handþvotta, grímunotkunar og fjarlægðartakmarkana milli fólks.

Keilusalir og spilahús verða áfram lokuð og skylt verður að bera grímur fyrir vitum sér víðar innanhúss en verið hefur. Það á til dæmis við um kvikmyndahús.

Chris Whitty landlæknir Bretlands kveður þá hugmynd hreinlega ranga að samhliða væri mögulegt að opna allt upp á gátt og halda kórónuveirunni í skefjum. Lengra væri varla hægt að ganga í þeim efnum eins og sakir stæðu.