Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sjö ný smit greindust í gær

01.08.2020 - 10:03
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Sjö ný smit greindust í gær, að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Smitin greindust öll innanlands og eitt sýni úr landamæraskimun er í bið, samkvæmt upplýsingum frá almannavörum. Enn hafa ekki fengist upplýsingar um það hvort þeir smituðu hafi verið í sóttkví.

Nú eru því 58 í einangrun með staðfest smit. Enginn var lagður inn á sjúkrahús í gær. Einn liggur á Landspítalanum, á legudeild.

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV