Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Róstur í rússneskri borg

01.08.2020 - 02:49
People hold various posters supporting Khabarovsk region's governor Sergei Furgal, one of them reads "Putin, you have lost my trust," right, during an unsanctioned protest in support of Sergei Furgal, who was interrogated and ordered held in jail for two months, in Khabarovsk, 6,100 kilometers (3,800 miles) east of Moscow, Russia, Saturday, July 25, 2020. Many thousands marched across Khabarovsk to protest the arrest of the region's governor on murder charges, continuing a wave of protests that has lasted for two weeks. (AP Photo/Igor Volkov)
 Mynd: AP
Mótmælendur hafa haft sig verulega frammi um þriggja vikna skeið í borginni Khabarovsk í austurhluta Rússlands, skammt frá landamærum Kína.

Kveikja mótmælanna er handtaka héraðstjórans Sergei Furgal þann 9. júlí síðastliðinn. Hann er fimmtugur, fyrrverandi kaupsýslumaður, sem sakaður er um að hafa fyrirskipað morð fyrir fimmtán árum.

Hann er nú í varðhaldi í Moskvu í 6.000 kílómetra fjarlægð frá Khabarovsk. Furgal, sem tilheyrir þjóðernisflokknum LDPR, er vinsæll meðal íbúa svæðisins sem flykktust út á götur til að mótmæla handtöku hans.

Nú hafa mótmælin tekið á sig mynd baráttu fyrir lýðfrelsi en stuðningsmenn Furgals líta svo á að handtakan hafi verið til að fjarlægja hann af pólítíska sviðinu.

Hann hefur verið mjög sjálfstæður í ákvarðanatökum en ein af ástæðum mótmælanna er sögð gremja íbúanna gagnvart stjórnvöldum í Moskvu sem þeim finnst hunsa þarfir sínar.

Jafnframt skapraunar það þeim að Mikhail Degtyarev staðgengill Furgals var skipaður af stjórnvöldum. Hann hefur fengið kaldar móttökur enda þykir fólki að það hefði átt að fá að kjósa arftaka Furgals.

Mótmælendur á götum úti hafa hrópað slagorð gegn Pútín Rússlandsforseta en athygli vakti að öllu lægra hlutfall íbúa Khabarovsk samþykktu stjórnarskrárbreytingar hans en á landsvísu.