Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Leitað að ungum Íslendingi í Brussel

01.08.2020 - 14:23
Leitað að Konráð Gíslasyni 1. ágúst 2020.
 Mynd: Facebook
Leit stendur nú yfir í Brussel að Konráð Hrafnkelssyni. Hann fór að heiman frá sér í Brussel á fimmtudagsmorgun þann 30.júlí og hefur ekki spurst til hans síðan.

Konráð er 178 sentimetrar á hæð, með blá augu og ljóst hár.
Hann fór með hjólið sitt, sem er blátt götuhjól með brúnum dekkjum.

Fjölskylda mannsins hefur gert Borgaraþjónustunni viðvart og hún liðsinnir fjölskyldunni með milligöngu og samskipti við yfirvöld í Belgíu. Sveinn Guðmarson, fjölmiðlafulltrúi hjá utanríkisþjónustunni, staðfestir þetta. 

Síðast sást til Konráðs á McDonalds á Place de la Bourse í miðbæ borgarinnar á fimmtudaginn klukkan níu.

Ef einhver hefur upplýsingar um Konráð er bent á að hafa samband á tölvupóstfangið [email protected].

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV