Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

James Murdoch kveður útgáfu föður síns

01.08.2020 - 05:16
epa08578127 (FILE) - Chairman and CEO of News Corp Rupert Murdoch (L) and his son James, who is a News Corporation board member and CEO of 21st Century Fox, arrive for the Allen and Company 32nd Annual Media and Technology Conference in Sun Valley, Idaho, USA, 09 July 2014 (reissued 01 August 2020). According to media reports, James Murdoc, son of media mogul Rupert Murdoch, has resigned from the board of News Corporation.  EPA-EFE/ANDREW GOMBERT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
James Murdoch, yngri sonur fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdoch, hefur sagt sig úr stjórn fyrirtækis þeirra NewsCorp sem meðal annars gefur út The Wall Street Journal, The Times í Bretlandi og fjölda ástralskra dagblaða.

Ástæður afsagnarinnar hafa ekki verið gefnar út að öðru leyti en því að þær snúi að ágreiningi um ritstjórnarstefnu félagsins.

Murdoch yngri hefur undanfarið gagnrýnt miðla þess fyrir umfjöllun þeirra um loftslagsmál. Honum þykir nóg um vantrú þeirra á hnattrænni hlýnun.

James Murdoch hefur þannig verið á öndverðum meiði við stjórnmálaskoðanir föður síns, þeir styðja til að mynda hvor sinn forsetaframbjóðandann vestanhafs. James er eindreginn fylgismaður Joe Bidens og hefur lagt hundruð þúsunda dala til kosningabaráttu hans.

Ítök Lachlans eldri bróðursins kunna að aukast við brotthvarf James en hann deilir stjórnmálaskoðunum föður síns. Þeir feðgar óskuðu yngri bróðurnum velfarnaðar í framtíðinni auk þess sem þeir þökkuð honum vel unnin störf í þágu útgáfunnar.

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV