Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Guðni settur í embætti forseta Íslands

01.08.2020 - 15:05
Athöfn vegna embættistöku forseta Íslands fer fram í Alþingishúsinu í dag. Hún hefst klukkan 15.30 og verður í beinni útsendingu í sjónvarpi og útvarpi og hér á rúv.is. Útsending hefst klukkan 15:20. Í sóttvarnarskyni verður útsendingunni ekki varpað út á Austurvöll eins og vaninn er. Þá hefur helgistund í Dómkirkjunni verið aflýst og útgöngu forsetans á svalir Alþingishússins sömuleiðis. Biskupinn flytur blessunarorð við athöfnina í þingsal.
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV