Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Chernobyl hlaut tvenn BAFTA-verðlaun

Mynd með færslu
 Mynd: Chernobyl - HBO

Chernobyl hlaut tvenn BAFTA-verðlaun

01.08.2020 - 14:46

Höfundar

Sjónvarpsverðlaun BAFTA voru veitt í gær í gegnum fjarfundarbúnað. Sjónvarsþættirnir Chernobyl hlutu tvenn BAFTA-verðlaun, fyrir bestu þáttaröðina auk þess sem Jared Harris var valinn leikari ársins í sjónvarpi.

Harris fór með hlutverk Valerys Legasov, rússneska efnafræðingsins sem rannsakaði Chernobyl slysið.

Glenda Jackson hlaut verðlaun sem besta leikkonan fyrir leik sinn í þáttunum Elizabeth is Missing.

Sian Clifford úr Fleabag fékk verðlaun sem besta leikkona í grínþáttum og Jamie Demetriou sem besti grínleikari í þáttunum Stath Lets Flats.

The End of the F***ing World hlaut verðlun sem besta drama þáttaröðin.

Hildur Guðnadóttir hlaut einnig BAFTA-verðlaunin fyrir tónlistina í þáttunum en þau verðlaun voru afhent fyrir hálfum mánuði.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Hildur Guðnadóttir hlaut sjónvarpsverðlaun BAFTA