Trudeau ber af sér sakir

31.07.2020 - 01:20
Canadian Prime Minister and Liberal Party leader Justin Trudeau reacts as he makes a statement in regards to a photo coming to light of himself from 2001, wearing "brownface," during a scrum on his campaign plane in Halifax, Nova Scotia, Wednesday, Sept. 18, 2019. (Sean Kilpatrick/The Canadian Press via AP)
 Mynd: AP
Justin Trudeau ber af sér allar sakir um hagsmunaárekstra gagnvart alþjóðlegu góðgerðasamtökunum WE Charity. Hann talaði máli sínu frammi fyrir fjármálanefnd kanadíska þingsins.

Samtökin fengu greiddar nokkur hundruð milljónir dala úr ríkissjóði Kanada. Segir Trudeau það hafa verið mistök að stíga ekki til hliðar við þá ákvörðun.

Samtökin höfðu borgað móður Trudeaus og bróður verulegar fjárhæðir fyrir að koma fram og tala fyrir hönd þeirra. Eins fékk eiginkona forsætisráðherrans greiðslu frá samtökunum áður en hann náði kjöri.

Málið hefur skaðað Trudeau heimafyrir. Í skoðanakönnunum kemur fram að yfir 50 af hundraði segjast hafa minna álit á honum nú en áður en málið komst í hámæli.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi