Tónaflóði um landið lýkur í Aratungu í kvöld

Tónaflóði um landið lýkur í Aratungu í kvöld

31.07.2020 - 19:51

Höfundar

Hringnum verður lokað á Tónaflóði um landið í kvöld þegar hljómsveitin Albatross, með Sverri Bergmann og Elísabetu Ormslev, flytur lög af Suðurlandi í beinni útsendingu úr félagsheimilinu Aratungu í Reykholti.

 

Tónleikarnir eru í beinni á RÚV og Rás 2 en útsendinguna má einnig horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Hér má nálgast söngbók þar sem texti með öllum lögum kvöldsins er aðgengilegur.