Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Þríeykið og Óskar verða á fundinum í dag

r
 Mynd: RÚV
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 í dag. Þar munu þau Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fara yfir stöðu COVID-19 faraldursins hér á landi. Fundinum verður streymt beint á ruv.is og hann sýndur í sjónvarpinu.

 

Í dag taka gildi hertar aðgerðir stjórnvalda í tíu liðum vegna faraldursins sem kynntar voru í gær. Þær eiga að gilda til 13. ágúst en staðan verður tekin daglega og metið hvort grípa þurfi til frekari aðgerða.

 

 

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir