Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Nýr hópur heimilislausra í Brasilíu

31.07.2020 - 02:55
epa08532724 (FILE) - President of Brazil Jair Bolsonaro attends a press conference on the measures taken by the government against the spread of the coronavirus, in Brasilia, Brazil, 18 March 2020 (reissued 07 July 2020). Bolsonaro, 65, reported on 07 July 2020 that he has tested positive for COVID-19 and has begun to be treated with chloroquine.  EPA-EFE/Joedson Alves
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Eftir að strangar reglur um samkomubann og sóttkví voru settar í Brasilíu hefur um 40 af hundraði starfandi fólks þar misst vinnunna. Þar á meðal eru verkamenn, barnfóstrur og ráðskonur.

Atvinnuleysið varð til þess að fjöldinn allur stóð frammi fyrir því að velja milli þess að brauðfæða fjölskyldur sínar og borga húsaleigu. Í júní síðastliðnum stöðvaði Jair Bolsonaro forseti löggjöf sem hefði getað komið í veg fyrir að fólk væri borið út af heimilum sínum.

Til varð fjölmennur, nýr hópur heimilislausra sem hefur komið sér upp skúrum þar sem hvorki er rennandi vatn né salernisaðstaða. Slík hverfi eru kölluð favela.

Í stærstu borg Brasilíu Sao Paulo hafa nú 700 fjölskyldur komið sér upp slíkum híbýlum sem reist voru í skyndingu á bílastæði ætluðu stórum flutningabílum. Einhverjir leita skjóls á götum úti. 

Þar í borg hafa alls um 2500 fjölskyldur þurfta að leita slíks húsaskjóls, eða komið sér fyrir í yfirgefnum byggingum. Fyrir kemur að þeim er fyrirskipað að yfirgefa þess háttar húsnæði einnig, þrátt fyrir strangar reglur um að fólk eigi að halda sig heima.