
Nýr hópur heimilislausra í Brasilíu
Atvinnuleysið varð til þess að fjöldinn allur stóð frammi fyrir því að velja milli þess að brauðfæða fjölskyldur sínar og borga húsaleigu. Í júní síðastliðnum stöðvaði Jair Bolsonaro forseti löggjöf sem hefði getað komið í veg fyrir að fólk væri borið út af heimilum sínum.
Til varð fjölmennur, nýr hópur heimilislausra sem hefur komið sér upp skúrum þar sem hvorki er rennandi vatn né salernisaðstaða. Slík hverfi eru kölluð favela.
Í stærstu borg Brasilíu Sao Paulo hafa nú 700 fjölskyldur komið sér upp slíkum híbýlum sem reist voru í skyndingu á bílastæði ætluðu stórum flutningabílum. Einhverjir leita skjóls á götum úti.
Þar í borg hafa alls um 2500 fjölskyldur þurfta að leita slíks húsaskjóls, eða komið sér fyrir í yfirgefnum byggingum. Fyrir kemur að þeim er fyrirskipað að yfirgefa þess háttar húsnæði einnig, þrátt fyrir strangar reglur um að fólk eigi að halda sig heima.