Maður slasaðist þegar mótorhjól fauk út af

31.07.2020 - 23:06
Mynd með færslu
 Mynd: rstefano12 - Pixbay
Maður á mótorhjóli fauk út af á veginum norðan við Reynsifjall um klukkan átta í kvöld. Maðurinn var fluttur slasaður á sjúkrahús á Selfossi.

Gul viðvörun er í gildi á suðausturlandi til miðnættis og búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 metrum á sekúndum, meðal annars undir Öræfajökli og við Reynisfjall og því eru varasöm akstursskilyrði einkum fyrir ökutæki með aftanívagna og mótorhjól.

Ekkert liggur fyrir um líðan hins slasaða. 

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi