Hætta við yfirtökuna - stuðningsmenn Newcastle í sárum

epa06723321 Newcastle United fans pose before the English Premier League soccer match between Tottenham Hotspur and Newcastle United at Wembley Stadium, London, Britain, 09 May 2018.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA

Hætta við yfirtökuna - stuðningsmenn Newcastle í sárum

31.07.2020 - 10:49
Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu er hætt við yfirtöku á enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle United. Möguleg yfirtaka var mikið í sviðsljósinu og mjög umdeild.

BBC greinir frá því að stuðningsmenn liðsins séu miður sín yfir því að yfirtakan hafi ekki gengið í gegn. Mikil óánægja hefur verið meðal stuðningsmanna með núverandi eiganda liðsins, Mike Ashley, síðustu ár.

Samkvæmt tilkynningu frá sádi-arabíska fjárfestingahópnum, sem fór fyrir kaupunum, gáfust þau upp á hve langan tíma samningaviðræður og samþykki ensku úrvalsdeildarinnar tóku. Fjárfestingahópurinn hafði náð samkomulagi um 300 milljón punda yfirtöku á félaginu í apríl síðastliðnum.

Margir hafa beitt sér gegn yfirtökunni og enska úrvalsdeildin var undir miklum þrýstingi að samþykkja hana ekki. Mannréttindasamtökin Amnesty International gáfu út að þau teldu kaupin leið sádi-arabísku konungsfjölskyldunnar til að hvítþvo sig af mannréttindabrotum í landinu. Þá skrifaði Hatice Cengiz, unnusta blaðamannsins Jamals Khasoggi, opið bréf til stuðningsmanna Newcastle United þar sem hún biðlaði til þeirra að beita sér gegn yfirtökunni.

Stuðningsmenn Newcastle geta þó huggað sig við það að nú hefur Bandaríkjamaðurinn Henry Mauriss lýst yfir áhuga á að kaupa fé­lagið, en hann gæti þurft að reiða fram 350 millj­ón­ir punda til að eignast meirihluta í félaginu.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Banna einu löglegu leiðina til að horfa á enska boltann

Fótbolti

WTO gæti komið í veg fyrir yfirtöku á Newcastle

Fótbolti

Biðlar til stuðningsmanna Newcastle

Fótbolti

Umdeild kaup á Newcastle í sviðsljósinu