Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Grímuskylda um borð í Herjólfi

31.07.2020 - 02:17
Mynd með færslu
 Mynd: Guðbjartur Ellert Jónsson
Farþegum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs verður gert að bera grímur um borð en um sinn verður farþegafjöldi ekki takmarkaður.

Þetta segir Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjafréttir.

Heildarfjöldi farþega verður 450 áfram en ferjan getur tekið 540. Staðan verður endurmetin reglulega að sögn Guðbjarts.

„Við höfum virkjað að nýju viðbragðsáætlun okkar og tökum eitt skref í einu,” segir Guðbjartur Ellert Jónsson við Eyjafréttir.