Strætó bs hefur tekið ákvörðun um að skylda farþega til að bera grímur í strætisvögnum, þrátt fyrir ummæli forsvarsmanna almannavarna í gær um að Strætó á höfuðborgarsvæðinu sé undanþeginn grímuskyldu. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Strætó. Grímuskyldan tekur gildi klukkan 12:00 á hádegi í dag.