Fyrsta stigs fellibylur nálgast Flórída

31.07.2020 - 06:18
epa07816610 Waves strike the Main Street Pier as Hurricane Dorian passes 90 miles offshore in Daytona Beach, Florida, USA, 04 September 2019. Hurricane Dorian, a Category 2 storm that was expected to hammer Florida largely spared the state.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
Mikið brim var við Daytona Beach þegar fellibylurinn Dorian var undan Flórída í gær. Mynd: EPA-EFE - EPA
Hitabeltisstormurinn Isaias hefur öðlast styrk fyrsta stigs fellibyls. Hann nálgast nú Flórída-ríki í Bandaríkjunum eftir að hafa farið yfir Karíbahaf.

Þar hefur Isaias valdið nokkru tjóni, ár flæddu yfir bakka sína og minnst einn er látinn. Vindhraði hans er nú um 36 metrar á sekúndu en veðurfræðingar á Flórída eru enn óvissir um hver styrkur hans kann að verða þegar hann nær landi.

Honum fylgir úrhellisrigning. Fellibylur af fyrsta styrkleika veldur sjaldnast miklu tjóni á byggingum en hjólhýsi, tré og lausamunir geta orðið illa úti. Íbúar í Flórída gera nú hvað þeir geta til að undirbúa komu fellibylsins. Brottflutningur fólks hefur þó ekki verið fyrirskipaður.

Á sama tíma er Florida-ríki orðið miðpunktur útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum en meira en 6.500 hafa látist og yfir 460 þúsund smitast.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi