Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Fimm hundruð talibanar látnir lausir

31.07.2020 - 15:08
epa08542634 Taliban prisoners show their release agreements, as they leave a prison following their release in Kandahar, Afghanistan, 12 July 2020. The prisoner swap process of 5,000 Taliban in exchange for 1,000 prisoners of the Afghan government is a must to be done before starting intra-Afghan talks between Kabul and the Taliban as per the US-Taliban agreement, signed in Doha last February. So far the government has released 1,000 of the 5,000 Taliban prisoners and the Taliban released few hundreds of the 1,000 prisoners of the government in a unilaterally and slow prisoner swap process.  EPA-EFE/MUHAMMAD SADIQ
Þrír þeirra þúsunda talibana sem hafa verið látnir lausir að undanförnu. Mynd: EPA-EFE - EPA
Ashraf Ghani, forseti Afganistans, fyrirskipaði í dag að fimm hundruð talibönum yrði sleppt úr fangelsi. Þriggja sólarhringa vopnahlé er gengið í gildi í landinu vegna Eid al-Adha trúarhátíðarinnar.

Þegar hópurinn er laus hafa stjórnvöld staðið við loforð um að sleppa fimm þúsund talibönum til að greiða fyrir friðarviðræðum. Þeir fimm hundruð sem á að láta lausa eru þó ekki á listanum yfir þá sem talibanar vildu að yrði sleppt. Stjórnvöld í Kabúl meta það svo að um það bil fjögur hundruð af listanum séu svo hættulegir að ekki sé forsvaranlegt að sleppa þeim.

Vonir standa til að friðarviðræður milli samninganefnda stjórnvalda og talibana geti hafist fljótlega, jafnvel í næstu viku.