Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Enginn fer grímulaus um borð í Herjólf

31.07.2020 - 14:13
Mynd: RÚV / RÚV
„Í næstu ferð fer enginn um borð nema með grímu,“ segir skipstjóri Herjólfs. Margir voru með grímur um borð í morgun áður en nýju reglurnar tóku gildi, eins og sjá má á myndskeiðinu hér að ofan.

Herjólfur selur grímur um borð ef farþega vantar. Skipstjóri segir marga hafa afbókað ferðir með Herjólfi um helgina. Oft hafi fimm til sex þúsund manns verið flutt til Vestmannaeyja fyrir verslunarmannahelgina, nú sé útlit fyrir að fjöldinn verði í kringum 1.800. 

Greint var frá því á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær að þar sem ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks þyrfti það að bera andlitsgrímur. Þetta ætti til dæmis við í almenningssamgöngum, til dæmis í innanlandsflugi og farþegaferjum.

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV