Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Efnahagskreppa á Spáni

31.07.2020 - 09:46
epa08574703 A view of the Poniente beach mostly empty of people during a sunny day in Benidorm, eastern Spain, 29 July 2020. Britain's government has imposed a surprise 14-day quarantine for people arriving from Spain due to a surge in coronavirus cases. Benidorm is a very popular destination for British tourists in Spain.  EPA-EFE/MORELL
Fámennt er á Poniente ströndinni á Benidorm þessa dagana, miðað við árstíma. Mynd: EPA-EFE - EFE
Landsframleiðsla á Spáni dróst saman um 18,5 prósent á öðrum ársfjórðungi. Á þeim fyrsta nam samdrátturinn 5,2 prósentum. Tæknilega séð er þar með brostin á efnahagskreppa í landinu.

Samdrátturinn er einkum rakinn til lítillar einkaneyslu, fjárfestinga og minnkandi útflutnings. Samkvæmt þessu er efnahagsbati síðustu sex ára að engu orðinn, samkvæmt upplýsingum spænsku hagstofunnar. Stjórnvöld gera ráð fyrir 9,2 prósenta efnahagssamdrætti á þessu ári af völdum COVID-19 farsóttarinnar. Spáð er 6,8 prósenta hagvexti á næsta ári.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV